Gjafabréf - Herrar
Gjafabréf - Herrar
Gjafabréf - Herrar
Couldn't load pickup availability
Description
Description
Kæru vinir og velunnarar,
Nú er komið að spennandi kaflaskiptum hjá okkur í Andrá – við stefnum á að opna herraverslun í rýminu við hliðina á okkur á Laugavegi 16, í nóvember. Við höfum unnið hörðum höndum að þessu verkefni í tæpt ár og erum ótrúlega spennt að geta boðið ykkur enn betra vöruúrval og stækkað heim Andrá. Við erum mjög stolt af merkjunum sem að við höfum nú þegar tryggt en má þar m.a. nefna;
Mfpen, AAF, NN07, COOR, YMC, Paloma Wool, Nanushka, Forét, Gimaguas, Jeanerica, Village PM og fleira
Til að fjármagna lokasprettinn viljum við bjóða ykkur, líkt og þegar við opnuðum Andrá, að fjárfesta með okkur í gegnum gjafabréf á sérstökum vildarkjörum.
Þetta tilboð gildir einungis fyrir útvaldan hóp sem hefur fengið þennan hlekk sendan.
Við verðum ævinlega þakklát fyrir allan stuðning – og hlökkum til að sjá ykkur njóta þess að versla ný, fersk og spennandi merki hjá okkur.
Fyrirkomulag:
-
Fjárfesting: 50.000 kr. → gjafabréf að andvirði 62.500 kr. (20% afsláttur)
-
Fjárfesting: 100.000 kr. → gjafabréf að andvirði 143.000 kr. (~30% afsláttur)
-
Fjárfesting: 250.000 kr. → gjafabréf að andvirði 416.500 kr. (~40% afsláttur)
-
Fjárfesting: 500.000 kr. → gjafabréf að andvirði 1.000.000 kr. (50% afsláttur)
Hvernig virkar þetta?
Hægt verður að kaupa gjafabréf frá 25. ágúst - 5. sept sem gilda svo í báðum verslunum frá því að herraverslunin opnar í Nóvember. Takk fyrir að vera hluti af ferðalagi okkar – þetta væri ekki hægt án ykkar! 💙
- Worldwide shipping
- Tax free for overseas orders
